Ragnhildur í erfiðum málum í Kaliforníu

Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir þarf að leika betur á þriðja hring.
Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir þarf að leika betur á þriðja hring. mbl.is/Óttar Geirsson

Kylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir lék annan hringinn á úrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina í golfi á Rancho Mirage-golfvellinum í Kaliforníu á fjórum höggum yfir pari.

Hún er því í erfiðum málum fyrir þriðja hringinn, en skorið verður niður eftir þrjá hringi. Ragnhildur þarf að leika mun betur til að eiga möguleika á að fara áfram og leika fjórða hringinn.

Niðurskurðurinn er sem stendur við eitt högg undir pari, en hún er samanlagt á fjórum höggum yfir parið eftir tvo fyrstu hringina.

Fyrri níu holurnar reyndust Ragnhildi sérstaklega erfiðar, því hún fékk tvo tvöfalda skolla og tvo skolla fyrri hluta hringsins.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er eini íslenski kylfingurinn sem hefur verið með keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert