Strákar vilja bara eitt

„Ég var lítið í strákunum þegar ég var lítil, því ég var skíthrædd við þá,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í léttum tón í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ólafía Þórunn, sem er 29 ára gömul, tilkynnti á dögunum að hún hefði lagt keppnisgolfið á hilluna.

Ólafía Þórunn varð Íslandsmeistari í bæði höggleik og holukeppni í fyrsta sinn árið 2011 en hún byrjaði ung að æfa íþróttina og ætlaði sér alltaf stóra hluti í golfinu.

„Mamma var alltaf að stríða mér þegar að ég var lítil; strákar vilja bara eitt sagði hún við mig,“ sagði Ólafía Þórunn.

„Ég tók þessu mjög alvarlega en hún vill alls ekki kannast við að hafa sagt þetta við mig í dag,“ bætti Ólafía Þórunn við í léttum tón.

Viðtalið við Ólafíu Þórunni í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert