Ástralski kylfingurinn Cameron Smith hefur hækkað duglega í launum við að færa sig á hina umdeildu LIV-mótaröð í golfi, sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu standa fyrir og fjármagna.
Smith vann Opna mótið fyrr á árinu og fagnaði síðan sigri á Players-mótinu á PGA-mótaröðinni, en hann vann einnig upphafsmót PGA-mótaraðarinnar.
Hann fékk svo dágóða summu fyrir að fagna sigri á móti í Chicago í LIV-mótaröðinni en fyrir sigrana fjóra hefur hann fengið 11,5 milljónir bandaríkjadollara, eða um 1,6 milljarð íslenskra króna.