Axel Bóasson hafnaði í núnda sæti á Great Northern Challenge golfmótinu sem lauk í Kerteminde í Danmörku í dag og var liður í Nordic Golf mótaröðinni.
Axel byrjaði mótið mjög vel á miðvikudaginn og var annar eftir fyrsta hringinn á 66 höggum. Hann lék síðan á 73 höggum í gær og 72 höggum í dag og endaði samtals á 211 höggum, fimm undir pari vallarins, og var tveimur höggum frá fimmta sætinu.
Frederik Birkelund frá Danmörku sigraði á 202 höggum, fjórtán höggum undir pari vallarins. Tobias Edén frá Svíþjóð var á 12 undir pari og Erik Lindwall frá Svíþjóð þriðji á 10 undir pari.