Axel með á lokamótinu

Axel Bóasson keppir í Danmörku næstu þrjá dagana.
Axel Bóasson keppir í Danmörku næstu þrjá dagana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, verður á meðal þátttakenda á lokamóti tímabilsins á Nordic-atvinnumótaröðinni sem hefst á morgun á eyjunni Mön í Danmörku og lýkur á föstudaginn.

Aðeins 60 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar fá keppnisrétt á mótinu. Axel er í fjórtánda sæti stigalistans og er í baráttu um að komast í hóp fimm efstu, sem hann gæti náð með góðum árangri á Mön.

Fimm efstu á  stigalistanum fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári, og þeir sem hafna í sjötta til tíunda sæti fá takmarkaðan keppnisrétt.

Axel hefur keppt á átján mótum á Nordic-mótaröðinni í ár og unnið eitt þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert