Góðir hringir Bjarka og Guðmundar

Bjarki Pétursson er í áttunda sæti eftir tvo hringi á …
Bjarki Pétursson er í áttunda sæti eftir tvo hringi á Spáni. Ljósmynd/seth@golf.is

Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG léku báðir vel í dag á á öðrum hringnum á 2. stigi úr­töku­móts fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina í golfi á Isla Ca­nela strand­vell­in­um í Hu­elva á Spáni.

Bjarki var í þriðja til sjötta sæti eftir fyrsta hringinn sem hann lék á 65 höggum og í dag lék hann á 68 höggum. Bjarki fékk fjóra fugla og lék hinar fjórtán holurnar á pari. Hann er í áttunda sæti á mótinu eftir tvo keppnisdaga af fjórum og er samtals á ellefu höggum undir pari.

Guðmundur lék hringinn á sex höggum undir pari, 66 höggum, þar sem hann fékk sjö fugla og einn skolla. Guðmundur er samtals á níu höggum undir pari og í sextánda sæti á mótinu.

Haraldur Franklín Magnús lék á pari vallarins í dag, 72 höggum, en hann lék fyrsta hringinn í gær á 66 höggum og er því á sex höggum undir pari. Haraldur er í 35. sæti á mótinu.

Reikna má með að í kringum 20 efstu á þessu móti komist í gegnum annað stig úrtökumótanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert