Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék vel á fimmta hringnum á Lakes-vellinum í Jóhannesborg í Suður-Afríku á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag.
Í dag fékk Guðmundur Ágúst fjóra fugla og tapaði ekki höggi, 67 högg því niðurstaðan.
Guðmundur Ágúst er í 16.-19. sæti fyrir lokahringinn sem fram fer á morgun
Þar verður leikið á Lakes-vellinum en á þeim velli hefur Guðmundur Ágúst leikið mun betur en á Hills vellinum. Samtals er hann á 17 höggum undir pari eftir fimm hringi
Hefur Guðmundur Ágúst leikið samtals á 16 höggum undir pari á þremur hringjum á Lakes-vellinum og á einu höggi undir pari á tveimur hringjum á Hills-vellinum.
Alls fá 25 efstu keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í mótslok, og þeir sem hafna í sætum 26.-40 fá takmarkaðan keppnisrétt á sömu mótaröð.
Aðeins einn íslenskur karlkylfingur hefur náð að komast í gegnum lokaúrtökumótið og tryggt sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu í karlaflokki. Það gerði Birgir Leifur Hafþórsson árið 2006 og einnig árið 2007.
Guðmundur Ágúst er því afar í góðri stöðu til þess að feta í fótspor Birgis Leifs.