Guðrún lék á einum yfir pari í dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék þriðja hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag á 74 höggum, einu yfir pari vallarins.

Hún er þar með á samanlagt einu höggi yfir pari eftir þrjá hringi af fimm, eftir að hafa leikið á pari tvo fyrstu dagana á La Manga á Spáni.

Guðrún er sem stendur í 46.-55. sæti af 146 keppendum en ekki hafa allar lokið hringnum í dag. Hún þarf að ná 20. sætinu til þess að fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni 2023. 

Uppfært:
Guðrún Brá er í 45.-54. sæti þegar allir keppendur hafa lokið þriðja hring í dag og er þremur höggum frá því að komast í hóp 20 efstu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert