Komin í atvinnumennsku

Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir er komin í atvinnumennsku.
Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir er komin í atvinnumennsku. mbl.is/Óttar Geirsson

Kylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir hefur gerst atvinnumaður í golfi. Hún tilkynnti ákvörðunina á Instagram.

Ragnhildur mun leika á LET Access-mótaröðinni, sem er næststerkasta mótaröð Evrópu. Þá mun hún leika á Íslandsmótinu samhliða mótum erlendis.

GR-ingurinn lék fyrir Eastern Kentucky-háskólann í Bandaríkjunum og var m.a. kjörin íþróttakona skólans árið 2022. Hún hefur nú lokið námi og fært sig yfir í atvinnugolfið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert