Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór vel af stað á Singapore Classic-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í dag.
Guðmundur lék fyrsta hringinn á 68 höggum, fjórum höggum undir pari. Fékk hann sjö fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla á holunum átján. Hann byrjaði sérlega vel og fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum.
Er Guðmundur í mjög góðri stöðu þegar kemur að því að komast í gegnum niðurskurðinn og fá að spila tvo síðustu hringina um helgina. Norður-Írinn Tom McKibbin er efstur á átta höggum undir pari.