Fer vel af stað í Taílandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson fer vel af stað í Tælandi.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson fer vel af stað í Tælandi. Ljósmynd/European Tour

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson fer vel af stað á Thailand Classic-mótinu í Bangkok í Tælandi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri næststerkustu í heimi.

Guðmundur Ágúst lék fyrsta hringinn á samtals 70 höggum eða tveimur höggum undir pari vallarins.

Hann fékk fimm fugla á hringnum og þrjá skolla og er sem stendur í 53.-69. sæti og þarf hann að öllum líkindum að halda sama flugi í nótt, ætli hann sér áfram í gegnum niðurskurðinn.

Daninn Martin Simonsen og Finninn Välimäki eru í efstu tveimur sætunum en báðir léku þeir fyrsta hringinn á 64 höggum eða átta höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert