Guðmundur á pari í Taílandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/European Tour

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék prýðilega á þriðja hring á Thai­land Classic-mót­inu í Bang­kok í Taíl­andi. Mótið er hluti af Evr­ópu­mótaröðinni, þeirri næst­sterk­ustu í heimi.

Guðmundur Ágúst lék á 72 höggum, á pari vallarins, og náði sér því ekki jafn vel á strik og á fyrstu tveimur hringjunum, þar sem hann lék þá báða á tveimur höggum undir pari, 70 höggum.

Á þriðja hring í nótt fékk hann þrjá skolla og þrjá fugla.

Að loknum þremur hringjum hefur Guðmundur Ágúst því leikið á 212 höggum og er sem stendur í 59. til 65. sæti mótsins á fjórum höggum undir pari.

Guðmundur Ágúst er kominn í gegnum niðurskurðinn í Taílandi en í efsta sæti er Daninn Thorbjörn Olesen. Hann hefur leikið á 18 höggum undir pari að loknum þremur hringjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert