Prýðilegur árangur Guðmundar í Taílandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék vel á lokahringnum.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék vel á lokahringnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hafnaði í 51.-56. sæti á Thailand Classic á Evrópumótaröðinni en mótinu lauk í morgun.

Hann lék lokahringinn á 70 höggum, tveimur undir pari vallarins, og náði því sama árangri og á fyrstu tveimur hringjunum. 

Hann lék hringina fjóra á samtals 282 höggum (70, 70, 72 og 70) eða á 6 höggum undir pari Amata Spring-vallarins.

Þetta var sjötta mót Guðmundar á mótaröðinni síðan hann tryggði sig inn á hana í haust og annað mótið í röð þar sem hann komst í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert