Guðmundur Ágúst meðal efstu manna

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/European Tour

Guðmundur Ágúst Kristjánsson heldur áfram að gera vel á Hero Indian Open á Evrópumótaröðinni í golfi.

Guðmundur sem lék á fjórum höggum undir pari á fyrsta hring í gær, lék á einu höggi undir pari í dag og er samtals á fimm höggum undir pari að loknum tveimur hringjum og sem stendur í 3.-4. sæti en enn eiga margir kylfingar eftir að ljúka leik.

Guðmundur fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum en leikið er á DLF-vellinum í Nýju-Delí. Guðmundur lét það hafa eftir sér að um væri að ræða langerfiðasta völlinn á mótaröðinni til þessa.

Það hefur verið stígandi í leik Guðmundar en hann flaug í gegnum niðurskurðinn, sem miðast eins og er við fjögur högg yfir par. Þetta er þriðja mótið í röð þar sem Guðmundur kemst í gegnum niðurskurðinn en mótið á Indlandi er áttunda mót Guðmundar á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert