Ánægjuleg reynsla en hefði mátt spila betur

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/European Tour

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék í síðasta ráshóp á þriðja hring Hero Indian Open í dag. Hann sagði í stuttu spjalli við mbl.is það hafa verið ánægjulega reynslu.

„Spilamennskan hefði mátt vera betri en það er stutt á milli í þessu.“

Guðmundur var í 2.-5. sæti fyrir þriðja hringinn, fimm höggum á eftir efsta manni, Yannick Paul frá Þýskalandi. Á fyrstu holunum tapaði Paul höggum og næstu menn unnu á, þar á meðal Guðmundur.

Hann var aðeins tveimur höggum á eftir Paul að loknum þremur holum í dag. Aðspurður sagðist hann taugarnar ekkert hafa titrað við það.

„Maður er ekkert að pæla hvernig staðan er þegar mótið er rétt hálfnað,“ sagði Guðmundur.

Flatirnar á DLF-vellinum í Nýju-Delí eru harðar og hraðar en Guðmundur sagði höggin ekki endilega hafa tapast þar í dag.

Fjórði hring­ur hefst í nótt og á Guðmund­ur Ágúst teig um klukk­an fjög­ur á ís­lensk­um tíma í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert