Tiger Woods, þekktasti kylfingur sögunnar, verður ekki meira með á Masters-mótinu í golfi vegna meiðsla. Woods átti erfiðan dag í gær og var neðstur þeirra sem komust í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.
Woods lenti í alvarlegu bílslysi árið 2021 og hefur verið að glíma við erfið meiðsli í baki síðan og ekki náð fullri heilsu. Vegna þessa keppir hann mjög takmarkað, en reynir eftir bestu getu að vera með á risamótum.
Bandaríkjamaðurinn lýkur leik í 54. sæti á níu höggum undir pari, en hann var á sex höggum yfir pari eftir fyrstu sjö holurnar á þriðja hring. Mótið fer fram á Augusta National-vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum.