Bjarki fyrstur á Norrænu golfmótaröðinni

Bjarki Pétursson varð Íslandsmeistari árið 2020.
Bjarki Pétursson varð Íslandsmeistari árið 2020. Ljósmynd/GSÍ

Kylfingurinn Bjarki Pétursson úr GR er í efsta sæti, ásamt þremur öðrum, eftir fyrsta hring á Norrænu golfmótaröðinni „Nordic golf league“ eftir fyrsta hring í Póllandi í gær. 

Bjarki lauk hringnum á 66 höggum, eða sex undir pari. Ásamt honum í fyrsta sæti eru Danirnir Morten Hansen, Jens Thysted og Svíinn Christofer Blomstrand.

Fjölmagrir Íslendingar taka þátt á mótinu en Andri Björnsson úr GR er í sjöunda sæti ásamt fimm öðrum með fjóra undir pari. Axel Bóasson úr Keili er í 27. sæti á tveimur undir pari og Hákon Magnússon er í því 40. á einum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert