Þessi sigur var fyrir Seve

Sigurvegarinn John Rahm.
Sigurvegarinn John Rahm. AFP/Getty Images/Christian Petersen.

Spánverjinn Jon Rahm sigraði á Masters-mótinu í golfi í gær, fyrsta risamóti ársins í karlaflokki.

Það vildi svo skemmtilega til að sigur Rahms kom á fæðingardegi landa hans, goðsagnarinnar Seve Ballesteros, sem lést árið 2011. 

Rahm tileinkaði Ballesteros sigurinn: „Þessi var fyrir Seve,“ sagði tilfinningaríki Spánverjinn eftir mótið en Ballesteros var hans innblástur í að byrja í golfi.

„Augljóslega dreymir okkur alla um að vinna mótið, og þú reynir að sjá fyrir þér hvernig það verður og hvernig þér muni líða. Ég hélt ég myndi aldrei fara að gráta með því að vinna golfmót, en ég komst mjög nálægt því á 18. holu,“ sagði Rahm meðal annars í samtali við Skysports eftir mótið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert