Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er kominn til Suður-Kóreu en þar tekur hann þátt í kóreska meistaramótinu sem er liður í Evrópumótaröðinni en það hefst í fyrramálið.
Guðmundur verður á ferðinni snemma að íslenskum tíma því þó hann hefji leik um hádegið að staðartíma er klukkan enn aðeins 3.10 að nóttu á Íslandi.
Með honum í ráshópi á fyrsta hring eru Cho Woo-young frá Suður-Kóreu og Todd Clements frá Engla.di.