Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefur lokið keppni á kóreska meistaramótinu í Incheon í Suður-Kóreu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni.
Guðmundur Ágúst náði sér engan veginn á strik á öðrum hring mótsins í nótt þar sem hann lék á alls 81 höggi, níu höggum yfir pari vallarins.
Á fyrsta hring lék hann á fjórum höggum yfir pari og lauk því leik á 13 höggum yfir pari, sem var töluvert frá því að vera nóg til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.