Fór vel af stað í Tékklandi

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. Ljósmynd/IGTTour

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús fór vel af stað í dag á fyrsta hringnum á Real Czech Challenge golfmótinu í Kácov í Tékklandi.

Mótið er liður í Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er sú næststerkasta í Evrópu.

Haraldur lék hringinn á 69 höggum í dag, þremur höggum undir pari vallarins. Hann er sem stendur í 14.-22. sæti þegar stór hluti keppenda hefur lokið hringnum, en þátttakendur í mótinu eru 156 talsins.

Casey Jarvis frá Suður-Afríku er með forystuna en hann lék á 66 höggum, sex undir pari vallarins, og Haraldur er því á hælum fyrstu manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert