Ragnhildur Kristinsdóttir og Sigurður Arnar Garðarsson fögnuðu sigri á Leirumótinu, fyrsta stigamóti Golfsambands Íslands, en leikið var á Hólmsvelli um helgina.
Atvinnukylfingurinn Ragnhildur, sem keppnir fyrir GR, hafði mikla yfirburði í kvennaflokki. Hún lauk leik á níu höggum yfir pari og spilaði mjög stöðugt golf.
Berglind Björnsdóttir úr GR varð önnur á 18 höggum yfir pari og Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss varð þriðja á 19 yfir pari.
Spennan var meiri í karlaflokki því Sigurður, sem keppir fyrir GKG, lauk leik á þremur höggum undir pari, einu höggi á undan Birgi Birni Magnússyni úr Keili sem varð annar. Íslandsmeistarinn Kristján Þór Einarsson hjá GM varð þriðji á einu höggi yfir pari.