Kylfingurinn C.T. Pan er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á RBC Canadian Open meistaramótinu sem spilað er á Oakdale Golf & Country Club í Toronto í Kanada.
Pan, sem er frá Taívan, hefur spilað fyrstu þrjá hringina á 14 höggum undir pari. Sex kylfingar eru í jafnir í öðru sæti á 12 höggum undir pari en þeir eru Rory McIlroy, Tommy Fleetwood, Justin Rose, Mark Hubbard, Harry Higgs og Andrew Novak.
C.T. Pan hefur unnið eitt mót á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Hann vann RBC Heritage mótið árið 2019. Vinni hann í dag þá vinnur hann 1,62 milljón Bandaríkjadollara sem jafngildir rétt tæpum 227 milljónum króna.
Lokahringurinn fer fram í dag og verður spennandi að sjá hvort Pan haldi forystunni til loka eða hvort McIlroy og hinir reynsluboltarnir nái að ógna honum.