Leikmenn upplifa sig svikna

Jon Rahm.
Jon Rahm. AFP/Ross Kinnaird

Spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem er númer tvö á heimslistanum, segir fjölda kylfinga sem eru hluti af PGA-mótaröðinni upplifi svik vegna samruna PGA og hinnar umdeildu LIV-mótaraðar.

LIV er fjármögnuð af sádi-arabíska ríkinu. Fjöldi kylfinga í fremstu röð höfðu tekið ákvörðun um að færa sig yfir til LIV gegn greiðslu himinhárra fjárhæða.

Fjöldi kylfinga, þar á meðal Rahm, höfðu hins vegar hafnað gylliboðum LIV. Hann hafnaði 159 milljóna punda greiðslu til þess að halda tryggð við PGA.

Því segir hann fjölda kylfinga upplifa svik vegna samrunans.

„Ég held að það komi að því menn vilji hafa trú á forráðamönnum, og ég vil trúa því að þetta sé besta niðurstaðan fyrir okkur alla en það er alveg ljóst að það er ekki sameiginleg niðurstaða.

Almennt upplifir fjöldi fólks svolítil svik af hendi forráðamanna,“ sagði Rahm á blaðamannafundi fyrir Opna bandaríska meistaramótið, sem hefst á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert