Birgir og Hulda unnu Mosóbikarinn

Birgir Björn Magnússon fagnaði sigri í karlaflokki í dag.
Birgir Björn Magnússon fagnaði sigri í karlaflokki í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Annað stigamót Golfsambands Íslands fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina og bar það nafnið Mosóbikarinn.

Birgir Björn Magnússon úr Golfklúbbnum Keili bar sigur úr býtum í karlaflokki en hann lék hringina þrjá á 11 höggum undir pari. Jóhannes Guðmundsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili enduðu jafnir í öðru sæti á 8 höggum undir pari.

Í kvennaflokki var spennan öllu meiri. Hulda Clara Gestsdóttir og Saga Traustadóttir sem báðar spila fyrir Golfklúbb Kópavogs- og Garðabæjar voru jafnar á toppnum eftir þrjá hringi og þurfti á bráðabana að halda til að skera úr um hvor þeirra myndi vinna. Þar spilaði Hulda Clara betur og tryggði sér sigur. Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss varð í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert