Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús, úr GR, hafnaði í 19. sæti á Kaskáda Golf Challenge mótinu sem fram fór á Kaskáda Golf Resort, Brno, í Tékklandi.
Mótið er hluti af Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu.
Haraldur var meðal tíu efstu fyrir lokahringinn en þá var hann á fjórum höggum undir pari en hann hélt ekki dampi á lokahringnum og endaði á þremur undir pari, og féll niður um tíu sæti.
Þetta er fjórða mót tímabilsins sem Haraldur tekur þátt í, en hann hefur leikið á þessari mótaröð frá árinu 2018. Besti árangur hans í heild sinni er annað sæti en hann hefur einnig hafnað í því þriðja.