Heimamaður vann opna bandaríska

Wyndham Clark með bikarinn.
Wyndham Clark með bikarinn. AFP/Getty Images/Richard Heatcote

Heimamaðurinn Wyndham Clark vann opna bandaríska meistaramótið í golfi, US Open, sem lauk í Kaliforníu í nótt. 

Clark endaði tíu höggum undir pari, einu höggi á undan Norður-Íranum Rory Mcllroy sem var í öðru sæti með níu undir pari.

Þar á eftir komu Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler með sjö undir pari, Ástralinn Cameron Smith með sex undir pari og Englendingurinn Tommy Fleetwood með fimm undir pari. 

Clark var með þriggja högga forystu þegar fjórar holur voru eftir en Mcllroy minnkaði forskotið niður í eina eftir að náð tveimur fuglum í röð. Clark hélt þó út og vann sína stærstu keppni á ferlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert