Ljóst hverjir mætast í 16-manna úrslitum

Hulda Clara Gestsdóttir lék best allra í kvennaflokki í dag.
Hulda Clara Gestsdóttir lék best allra í kvennaflokki í dag. Ljósmynd/golf.is

Íslandsmótið í holukeppni 2023 hófst í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Er nú ljóst hvaða 16 leikmenn komust áfram í kvenna- og karlaflokki og mætast á morgun.

Efstu kylfingar í báðum flokkum náðu góðum árangri og lofa seinni tveir dagarnir um helgina afar góðu.

16-manna úrslit:

Kvennaflokkur:

Leikur 1: Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (1.) – Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG (16.)
Leikur 2: Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (2.) – Katrín Sól Davíðsdóttir, GM (15.)
Leikur 3. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (3.) – Anna Sólveig Snorradóttir, GK (14.)
Leikur 4: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (4.) – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (13.)
Leikur 5: Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (5.) – Karen Lind Stefánsdóttir, GKG (12.)
Leikur 6: Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (6.) – Árný Eik Dagsdóttir, GR (11.)
Leikur 7: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (7.) – Saga Traustadóttir, GKG (10.)
Leikur 8: Berglind Björnsdóttir, GR (8.) – Helga Signý Pálsdóttir, GR (11.)

Kristján Þór Einarsson var með bestan árangur í karlaflokki.
Kristján Þór Einarsson var með bestan árangur í karlaflokki. Ljósmynd/golf.is

Karlaflokkur:

Leikur 1: Kristján Þór Einarsson, GM (1.) – Andri Þór Björnsson, GR (16.)
Leikur 2: Kristófer Orri Þórðarson, GKG (2.) – Björn Óskar Guðjónsson, GM (15.)
Leikur 3: Hlynur Bergsson, GKG (3.) – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (14.)
Leikur 4: Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (4.) – Hákon Örn Magnússon, GR (13.)
Leikur 5: Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG (5.) – Birgir Björn Magnússon, GK (12.)
Leikur 6: Böðvar Bragi Pálsson, GR (6.) – Daníel Ísak Steinarsson, GK (11.)
Leikur 7: Aron Emil Gunnarsson, GOS (7.) – Sverrir Haraldsson, GM (10.)
Leikur 8: Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (8.) – Aron Snær Júlíusson, GKG (9.)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert