Golfklúbbur Reykjavíkur hefur lagt fram kæru til Golfsambands Íslands vegna niðurstöðu Íslandsmóts golfklúbba í 1. deild, sem fram fór síðustu helgina í júlí. Þar stóð Golfklúbbur Mosfellsbæjar uppi sem tvöfaldur sigurvegari.
Kylfingur.is greinir frá því að GR, sem tapaði fyrir GM í riðlakeppni karla á mótinu, hafi lagt fram kæru á þeim grundvelli að einn kylfingur úr GM hafi verið ólöglegur.
Kylfingurinn sem þar um ræðir er Nick Carlsson, en GR ákvað að leggja fram kæru þar sem hann er ekki með lögheimili hér á landi.