Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurðinn á lokastigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina, sterkustu mótaröð Evrópu, í Tarragona á Spáni. Þar er hann í 51.–60. sæti eftir fyrstu fjóra hringina.
Alls eru sex hringir leiknir á lokastigi úrtökumótsins og þarf Haraldur því að spila sérstaklega vel á fimmta hringnum í dag og þeim sjötta á morgun til þess að komast í hóp 25 efstu kylfinganna, sem vinna sér inn keppnisrétt á bestu mótaröð Evrópu fyrir næsta tímabil.
Haraldur hefur leikið hringina fjóra á 280 höggum, sjö höggum undir pari vallarins í Tarragona.