Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús keppir á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni á næstu dögum, en mótaröðin er sú sterkasta í álfunni.
Kylfingur.is greinir frá. Bæði mótin eru í Ástralíu og því afar langt ferðalag fram undan hjá Haraldi.
Fyrra mótið er Australian PGA Championship í Brisbane dagana 23.-26. nóvember og það seinna í Sydney viku síðar, en það ber nafnið Handa Australian Open.
Haraldi tókst ekki að tryggja sér fullan keppnisrétt á mótaröðinni í gegnum úrtökumótin, en gæti fengið boð á fleiri mót á Evrópumótaröðinni.
Þá keppir hann einnig á Áskorendamótaröð Evrópu á næstu vikum og mánuðum.