Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth hefur tekið sæti norðurírska kylfingsins Rory McIlroy sem fulltrúi kylfinga í stjórn PGA-mótaraðarinnar.
McIlroy sagði sæti sínu lausu í stjórninni í síðustu viku og tilkynnti Jay Monahan, framkvæmdastjóri PGA-mótaraðarinnar að stjórnin hafi kosið Spieth í hans stað.
Spieth mun vera einn af sex fulltrúum kylfinga í stjórn mótaraðarinnar og klárar kjörtímabilið sem McIlroy átti upphaflega að gera, en því lýkur í lok ársins 2024.