Komst áfram á sterkustu mótaröðinni

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús komst í morgun í gegnum niðurskurðinn á fyrsta móti tímabilsins á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð í Evrópu.

Haraldur lék annan hringinn á ástralska PGA-meistaramótinu í Brisbane á 72 höggum í morgun, einu höggi yfir pari. Hann er þar með samtals á pari eftir tvo fyrstu hringina eftir að hafa leikið þann fyrsta á 70 höggum í fyrrinótt.

Haraldur er í 64.-80. sæti af 156 kylfingum og það dugði nákvæmlega til að komast áfram en 80 efstu halda áfram keppni og leika þriðja og fjórða hringinn um helgina.

Þrír heimamenn frá Ástralíu eru í þremur efstu sætunum eftir tvo hringi. Min Woo Lee lék tvo fyrstu hringina á 12 höggum undir pari, Adam Scott á 11 undir pari og John Lyras á 10 höggum undir pari vallarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert