Spilar þar til hann getur ekki lengur sigrað

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP/Scott Halleran

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods kveðst ætla að halda áfram að leika golf svo lengi sem honum líður sem það sé enn raunhæft fyrir sig að vinna mót.

Woods hefur verið að glíma við þrálát meiðsli undanfarin ár, sem hafa valdið því að hann getur ekki tekið þátt á jafn mörgum mótum og hann myndi hafa viljað.

Hinn 47 ára gamli Woods snýr aftur til keppni um komandi helgi þegar hann tekur þátt í Hero World Challenge-mótinu á Bahamaeyjum, en hann hefur ekki keppt frá því í apríl á þessu ári þegar hann neyddist til að draga sig úr keppni á Masters-mótinu í Augusta í Georgíuríki í Bandaríkjunum vegna meiðsla.

„Það mun koma sá tímapunktur þar sem ég get ekki lengur sigrað. Þegar sá tími kemur hætti ég.

Ég elska að keppa. Ég elska félagsskapinn, að vera í kringum strákana,“ sagði Woods á fréttamannafundi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert