Luke Donald verður fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi en næsta keppni fer fram í New York í Bandaríkjunum árið 2025.
Donald, sem er 44 ára gamall, var fyrirliði Evrópu þegar liðið vann öruggan sigur gegn Bandaríkjunum í október á þessu ári á Marco Simone-vellinum í Róm á Ítalíu.
Evrópa vann með 16 1/2 vinningi gegn 11 1/2 vinningi Bandaríkjanna en Bandaríkin hafa ekki unnið keppnina á útivelli í 31 ár eða síðan árið 1992.
Donald var efsti maður heimslistans í golfi í 56 vikur á árunum 2011 til ársins 2012.