Fyrst til að fara holu í höggi (myndskeið)

Rickie Fowler og Lexi Thompson við keppni um helgina.
Rickie Fowler og Lexi Thompson við keppni um helgina. AFP/Douglas P. DeFelice

Lexi Thompson gerði sér lítið fyrir og varð fyrsti kylfingurinn sem fer holu í höggi í sögu Grant Thornton-mótsins þegar hún tók þátt á mótinu í fyrsta sinn um liðna helgi.

Um liðakeppni var að ræða þar sem hvert lið innihélt karl frá PGA-mótaröðinni og konu frá LPGA-mótaröðinni. Var fyrirkomulagið þannig að kylfingarnir sem eru saman í liði skiptust á að slá eftir hvert högg.

Var þetta í fyrsta sinn í um tvo áratugi sem mótaraðirnar tvær skipuleggja mót með blönduðum liðum í sameiningu.

Thompson lék með Rickie Fowler og fór holu í höggi á 16. holu í Naples í Flórída. Því þurfti Fowler ekkert að slá á þeirri holu.

Myndskeið af því þegar Thompson fór holu í höggi má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert