Ég get enn unnið mót

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP/Mike Ehrmann

Banda­ríski kylf­ing­ur­inn Tiger Woods kveðst þess full­viss að hann geti enn unnið mót á PGA-mótaröðinni þrátt fyr­ir að hafa átt í mikl­um meiðslavand­ræðum und­an­far­in ár.

„Ef mér tekst að æfa og fram­kvæma þá hluti sem ég veit að ég get gert og und­ir­búa mig þá veit ég að get það,“ sagði Woods á frétta­manna­fundi um helg­ina.

Hann lenti í al­var­legu bíl­slysi árið 2021 og gekkst und­ir skurðaðgerð á ökkla fyrr á þessu ári.

Af þeim sök­um þarf Wood að passa sér­stak­lega vel upp á lík­amann og hef­ur til að mynda verið ráðlagt að taka þátt í einu móti í hverj­um mánuði á næsta ári.

„Ég get enn slegið golf­kúl­una. Þetta snýst bara um að und­ir­búa sig, ná að æfa nógu mikið og koma sér í gott lík­am­legt form, þá aðallega hvað út­haldið varðar.

Fót­ur­inn á mér hef­ur ekki verið nægi­lega góður þegar kem­ur að því að keppa og leika marg­ar hol­ur. Það erfiðasta við þetta er að koma því í kring að geta leikið 72 hol­ur,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert