Íslendingarnir úr leik í Marokkó

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru úr leik.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru úr leik. mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina 2024. Mótið fer fram í Marrakech í Marokkó um þessar mundir.

Guðrún lék fjóra hringi á samanlagt átta höggum yfir pari og endaði í 104. sæti. Ragnhildur lék hringina á 14 höggum yfir pari og endaði í 130. sæti.

Voru þær töluvert frá sínu besta og töluvert frá því að fara í gegnum niðurskurðinn en miðað var við eitt högg yfir par til að tryggja sig áfram á fimmta og sjötta hring.

Verða þær því hvorugar með þátttökurétt á sterkustu mótaröð Evrópu á næsta ári, en þær eru báðar með réttinn á LET Access-mótaröðinni, sem er sú næststerkasta í álfunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka