Hitaði upp fyrir meistaramót í fangaklefa

Scottie Scheffler á mótinu í dag.
Scottie Scheffler á mótinu í dag. AFP/Christian Petersen

 Scottie Scheffler, fremsti kylf­ing­ur heims, hitaði upp með því teygja á í fangaklefa fyrir annan hring á PGA-meist­ara­mót­inu í golfi sem fer fram á Val­halla-vell­in­um í Kentucky í Banda­ríkj­un­um.

Hann á yfir höfði sér fjór­ar ákær­ur en hann yf­ir­gef vett­vang er bana­slys átti sér stað í gær. 

Hann mætti á völlinn 54 mínútum fyrir rástímann hans í gær og fór hringinn á 66 höggum sem er fimm undir pari. Hann er nú samtals níu höggum undir pari eftir tvo hringi.

„Það fyrsta sem ég hugsaði um eftir handtökuna var hvort ég gæti keppt og sem betur fer gat ég það.

Ég var aldrei reiður bara í sjokki og titraði allan tímann. Lögreglumaðurinn sem tók mig í fangelsi var mjög góður, hann var frábær. Við áttum gott spjall í bílnum og það róaði mig niður.

Ég eyddi smá tíma í að teygja á í fangaklefanum. Það var sjónvarp í fangaklefanum þar sem ég sá sjálfan mig og í horninu var klukka. Þeir sögðu að keppninni yrði frestað. Ég hugsaði um rástímann minn og hvort ég myndi ná í tæka tíð svo ég gerði upphitunina mína,“ sagði Scheffler.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert