Samfelld 23 ára þátttaka á enda?

Adam Scott.
Adam Scott. AFP/Minas Panagiotakis

Ástralski kylfingurinn Adam Scott hefur tekið þátt á hverju einasta stórmóti í golfi frá árinu 2001, alls 91 mót í röð. Nú er hætta á því að hann geti ekki tekið þátt á sínu 92. stórmóti í röð.

Sem stendur er Scott ekki með sæti á Opna bandaríska meistaramótinu, sem hefst í næstu viku.

Hann er sem stendur í 60. sæti á heimslistanum og þeir sem eru í efstu 60 sætunum og eru ekki þegar komnir með sæti á Opna bandaríska meistaramótinu fá boðssæti á síðustu stundu.

Bíður úrslita á Memorial-mótinu

Scott er ekki að keppa um helgina á Memorial-mótinu og þarf því að binda vonir við að nokkrir kylfingar sem taka þar þátt og eru rétta neðar en hann á heimslistanum spili ekki það vel á því, svo þeir komist upp fyrir Scott á listanum.

Alls eru sex boðssæti í boði á Opna bandaríska meistaramótinu og kemur það í ljós um næstu helgi hvort Scott fái eitt þeirra.

Aðeins goðsögnin Jack Nicklaus tók þátt á fleiri samfelldum stórmótum á ferli sínum, alls 146 í röð á árunum 1962 til 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert