Öðrum degi Íslandsmótsins lokið

Kristján Þór Einarsson er kominn í undanúrslit
Kristján Þór Einarsson er kominn í undanúrslit Ljósmynd/golf.is

Annar dagur Íslandsmótsins í holukeppni karla fór fram á Garðavelli á Akranesi í dag. Sextán og átta manna úrslit voru spiluð.

Jóhannes Guðmundsson úr GR sigraði Björn Viktor Viktorsson í sextán manna úrslitum og Tómas Eiríksson Hjaltested í átta manna úrslitum en hann mætir Kristjáni Þór Einarssyni úr GM í undanúrslitum. Kristján Þór sigraði Kristófer Karl Karlsson í bráðabana í sextán manna úrslitum og Hjalta Hlíðberg Jónasson í spennuleik í átta manna úrslitum. Kristján Þór hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari í holukeppni.

Logi Sigurðsson (GS) og Jóhann Frank Halldórsson (GR) mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni en Logi sigraði Birgi Björn Magnússon í sextán manna úrslitum og Daníel Inga Sigurjónsson í átta manna úrslitum. Jóhann Frank sigraði fyrst Sigurð Bjarka Blumeinstein og svo Einar Bjarna Helgason í átta manna úrslitum.

Undanúrslitin hefjast klukkan 8:00 og 8:08 á morgun, mánudag, og úrslitaleikurinn 12:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert