Jóhannes og Logi í úrslit

Jóhannes Guðmundsson er kominn í úrslit
Jóhannes Guðmundsson er kominn í úrslit Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Jóhannes Guðmundsson(GR) og Logi Sigurðsson (GS) mætast í úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni á Garðavelli á Akranesi í dag. 

Jóhannes hafði betur gegn Kristjáni Þór Einarssyni (GM) í undanúrslitum sem var að ljúka á meðan Logi sigraði Jóhann Frank Halldórsson (GR).

Úrslitaeinvígin eru þegar hafin búist er við úrslitum upp úr klukkan 16:00 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert