Logi Íslandsmeistari í holukeppni

Logi Sig­urðsson er Íslandsmeistari í holukeppni 2024.
Logi Sig­urðsson er Íslandsmeistari í holukeppni 2024. Ljósmynd/Seth@golf.is

Logi Sig­urðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja er Íslandsmeistari karla í holukeppni 2024 en mótið fór fram á Garðavelli á Akra­nesi og hófst á laugardaginn.

Hann vann Jó­hann­es Guðmunds­son úr Golfklúbbi Reykjavíkur í úrslitaeinvíginu í dag.

Jó­hann­es hafði bet­ur gegn Kristjáni Þór Ein­ars­syni úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Logi gegn Jóhanni Frank Halldórssyni úr Golfklúbbi Reykjavíkur í undanúrslitum sem voru leikin fyrir hádegið í dag.

Logi er einnig ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik í golfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert