Aron og Sigurður efstir

Sigurður Arnar Garðarsson í Leirunni í dag.
Sigurður Arnar Garðarsson í Leirunni í dag. Ljósmynd/seth@golf.is

Aron Snær Júlíusson og Sigurður Arnar Garðarsson, báðir úr GKG, eru jafnir og efstir í karlaflokki eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í golfi sem hófst á Hólmsvelli í Leiru í morgun.

Þeir léku báðir hringinn á 65 höggum, sex höggum undir pari vallarins, og eru tveimur höggum á undan næstu mönnum.

Það eru Magnús Yngvi Sigsteinsson úr GKG, og þeir Sigurður Bjarki Blumenstein og Jóhannes Guðmundsson úr GR sem eru á fjórum höggum undir pari, 67 höggum.

Andri Már Óskarsson úr GS, Ragnar Már Garðarsson úr GKG, Hákon Örn Magnússon úr GR, Daníel Ísak Steinarsson úr GK og Böðvar Bragi Pálsson úr GR deila síðan sjötta til tíunda sæti á 68 höggum, þremur undir pari.

Einar Bjarni Helgason úr Golfklúbbi Setbergs, sem fór holu í höggi í morgun, er í hópi níu kylfinga sem hafa leikið á tveimur höggum undir pari.

Aron Snær Júlíusson í Leirunni í dag.
Aron Snær Júlíusson í Leirunni í dag. Ljósmynd/seth@golf.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert