Fór holu í höggi á Íslandsmótinu

Einar Bjarni Helgason fór holu í höggi.
Einar Bjarni Helgason fór holu í höggi. Ljósmynd/seth@golf.is

Einar Bjarni Helgason úr Golfklúbbi Setbergs sló draumahöggið þegar hann fór holu í höggi á níundu braut á Hólmsvelli í Leiru í dag. 

Íslandsmótið í golfi hófst í dag en því lýkur á sunnudaginn. 

Einar Bjarni sló með 9 járni en holan var í 138 metra fjarlægð.

Einar lék áður með Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum en hann komst í undanúrslit á Íslandsmótinu í holukeppni nýverið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert