Óvænt nafn í toppsætinu

Daniel Brown er óvænt í toppsætinu.
Daniel Brown er óvænt í toppsætinu. AFP/Andy Buchanan

Englendingurinn Daniel Brown er óvænt efstur eftir fyrsta hring Opna mótsins, fjórða og síðasta risamóts ársins í golfi. Leikið er í Troon í Skotlandi. 

Brown er að keppa á sínu fyrsta risamóti, en þrátt fyrir það lék hann fyrsta hringinn í dag á sex höggum undir pari og er einu höggi á undan Shane Lowry frá Írlandi.

Brown, sem er 29 ára, vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á síðasta ári. Hann hefur aðeins unnið eitt mót á sterkustu mótaröð álfunnar. Árið 2018 var hann á Áskorendamótaröðinni, sem er einu þrepi neðar en Evrópumótaröðin, og í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn. Nú er sagan önnur.

Írinn Shane Lowry er öllu þekktari en hann vann Opna mótið árið 2019 og hefur endað í fjórum efstu sætunum á öllum fjórum risamótunum.

Justin Thomas frá Bandaríkjunum er þriðji á þremur höggum undir pari og þar á eftir koma þó nokkrir kylfingar á tveimur höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert