Skelfilegur hringur McIlroys og Tigers

Rory McIlroy átti afleitan hring á Opna breska meistaramótinu.
Rory McIlroy átti afleitan hring á Opna breska meistaramótinu. AFP/Glyn Kirk

Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy átti afleitan hring á The Open, opna breska mótinu í golfi á Troon-vellinum í Skotlandi í gær og ekki gekk betur hjá Tiger Woods.

Hann lék hringinn á sjö höggum yfir pari, 78 höggum, og Tiger var einu höggi á eftir, á 79 höggum.

McIlroy fékk tvisvar tvöfaldan skolla á hringnum, annan þeirra á elleftu holunni, „Frímerkinu“ svokallaða, og þurfti á einum stað að fara yfir járnbrautarteina til að slá boltann inn á brautina á ný.

Tiger Woods slær úr sandgryfju á fimmtu brautinni á The …
Tiger Woods slær úr sandgryfju á fimmtu brautinni á The Troon. AFP/Glyn Kirk

McIlroy hefur leik á ný í dag um tvöleytið og þarf líklega að spila á 4-5 höggum undir pari til þess að eiga möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn.

Tiger er hins vegar í vonlausri baráttu, en hann er kominn á samtals 11 högg yfir pari þegar hann er hálfnaður með annan hringinn og er í 148. sæti af þeim 154 keppendum sem eru með á mótinu.

"Frímerkið" er erfið braut á The Troon og þar lenti McIlroy í miklum vandræðum. AFP/Glyn Kirk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert