Vallarmetið slegið tvo daga í röð

Gunnlaugur Árni Sveinsson sló vallarmetið.
Gunnlaugur Árni Sveinsson sló vallarmetið. Ljósmynd/seth@golf.is

Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG sló glænýja vallarmetið á Íslands­mót­inu í golfi á Hólm­svelli í Leiru í dag.

Böðvar Bragi Páls­son úr GR sló vallarmetið í gær þegar hann fór hringinn á 64 höggum en í dag fór Gunnar á 63 höggum.

Aron Snær Júlíusson úr GKG er þó í forystu eftir þriðja hring en hann er samtals á tólf höggum undir pari. Gunnlaugur er svo jafn Aroni Emil Gunnarssyni í öðru sæti á ellefu undir pari. Páll Birkir Reynisson og Hákon Örn Magnússon eru jafnir á tíu höggum undir pari í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert