Aron Íslandsmeistari í annað skipti

Aron Snær Júlíusson er Íslandsmeistari 2024.
Aron Snær Júlíusson er Íslandsmeistari 2024. Ljósmynd/Seth@golf.is

Aron Snær Júlíusson úr GKG er Íslandsmeistari karla í golfi í annað sinn eftir sigur á Íslandsmótinu á Hólmsvelli í Leiru í dag. Aron varð einnig meistari árið 2021. 

Aron lék besta allra í toppbaráttunni í dag, á 69 höggum, og endaði á samanlagt 14 höggum undir pari. Nafni hans Aron Emil Gunnarsson úr GS varð annað á 12 höggum undir pari.

Böðvar Bragi Pálsson, sem var efstur eftir tvo hringi og sló vallarmetið á öðrum hring, varð þriðji á níu höggum undir pari, ásamt Sigurði Arnari Garðarssyni. Böðvar leikur fyrir GR og Sigurður GKG.   

Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GK var fimmti á átta höggum undir pari. Ríkjandi Íslandsmeistarinn Logi Sigurðsson úr GS varð jafn í 45. sæti á níu höggum yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert