Hulda Íslandsmeistari í annað sinn

Hulda Clara kampakát með sigurverðlaunin.
Hulda Clara kampakát með sigurverðlaunin. Ljósmynd/Seth@golf.is

Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG varð í dag Íslandsmeistari í golfi í annað sinn en hún vann eftir æsispennandi lokahring á Hólmsvelli í Leiru.

Hulda lék hringina fjóra á samanlagt fjórum höggum yfir pari, einu höggi betur en Íslandsmeistarinn frá því í fyrra Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sem varð önnur. Hulda lék lokahringinn í dag á 74 höggum og Ragnhildur 78 höggum. 

Andrea Björg Bergsdóttir úr GKG og Eva Kristinsdóttir úr GM koma næstar á átta höggum yfir pari.

Hulda vann einnig árið 2021 er mótið var haldið á Akureyri en þá varð hún fyrsti kylfingurinn úr röðum GKG sem vann Íslandsmótið í kvennaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert